 Tríóið Þrjá klassíska Austfirðinga skipa Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.
Tríóið Þrjá klassíska Austfirðinga skipa Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.
Á tónleikunum í ár verða m.a. frumflutt verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.
Að þessu sinni verða haldnir fernir tónleikar á Austurlandi:
14. apríl, kl. 20:00 – Neskaupstaður, safnaðarheimilið
15. apríl, kl. 20:00 – Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin
16. apríl, kl. 17:00 – Djúpivogur, Djúpavogskirkja
17. apríl, kl. 16:00 – Egilsstaðir, Sláturhúsið
Miðaverð er 1.500 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri sem og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.
Tónleikarnir og gerð tónverkanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands. Við kunnum sjóðnum og þeim sem að honum standa bestu þakkir fyrir stuðninginn.

